Bergur Jónsson (eldri) 1760-16.11.1852

Stúdent frá Skálholtsskóla 22. apríl 1782. Vígður 17. janúar 1790 sem aðstoðarprestur sr. Jóns Steingrímssonar á Prestbakka og fékk prestakallið eftir lát hans 19. nóvember 1791. Bjó hann fyrst ap Hólmi í Landbroti, þá á Hörgslandi, síðan á Prestsbakka og síðan á Kirkjubæjarklaustri. Hætti prestskap 1823 enda blindur orðinn. Hann þótti undarlegur og fornlegur í háttum, drykkfelldur mjög og nokkuð hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ I bindi, bls. 148.

Staðir

Prestbakkakirkja á Síðu Aukaprestur 17.01. 1790-1791
Prestbakkakirkja á Síðu Prestur 19.11. 1791-1823
Hörgslandskirkja Prestur 19.11. 1791-1823
Kirkjubæjarklausturskirkja Prestur 19.11. 1791-1823

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.12.2013