Benjamín Kristjánsson 11.06. 1901-03.04.1987

<p>Prestur. Benjamín fæddist að Ytri-Tjörnum í Öngulstaðahreppi. Eiginkona hans var Jónína Björnsdóttir og lést hún fyrir nokkrum árum. Eftirlifandi bróðir hans er séra Bjartmar Kristjánsson.</p> <p>Séra Benjamín varð stúdent í Reykjavík árið 1924 og Cand. theol. frá Háskóla Íslands árið 1928. Hann dvaldi við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 1925-1926 og fór í námsferð til London, Cambridge og Oxford árið 1936. Benjamín var prestur Sambandssafnaðar í Winnipeg í Kanada á árunum 1928 til 1932. Hann sat á Ytri-Tjörnum til ársins 1935, en síðan á Syðra-Laugalandi. Hann var settur prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi 15. apríl 1964 til 1967. Hann kenndi bókleg fræði við Húsmæðraskólann á Laugalandi jafnhliða prestskap. Hann sinnti gjaldkerastörfum sama skóla og formennsku skólaráðs frá 1951. Síðara skeið ævi sinnar dvaldi hann í Reykjavík.</p> <p>Benjamín ritaði fjögur bindi af Vestur-íslenskum æviskrám og Eyfirðingabók í tveimur bindum auk þess sem hann lét frá sér fara fjölda greina í hin ýmsu tímarit.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 4. apríl 1987, bls. 4.</p>

Staðir

Grundarkirkja Prestur 28.10. 1932-1967
Winnipeg Prestur 01.10.1928-1932

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.05.2017