Jón Guðmundsson -1696
Prestur. Lærði í Hólaskóla, varð djákni að Möðruvallaklaustri 1664, vígðist 16. maí 1669 aðstoðarprestur sr. Jóns EInarssonar í Stærri-Árskógi og fékk prestakallið eftir hann 1674 og hélt til æviloka. Lágur vexti en knár, vel að sér, hagur vel og listfengur, læknir, einkum sýnt um að sitja yfir konum skrifaði upp eftir handritum en þau brunnu flest í eldsvoða skömmu fyrir adlát hans. Vel skáldmæltur og ýmislegt er til eftir hann á söfnum.
Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 130.
Staðir
Stærri-Árskógskirkja | Aukaprestur | 16.05.1669-1674 |
Stærri-Árskógskirkja | Prestur | 1674-1696 |

Aukaprestur og prestur | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.03.2017