Ólafur Guðmundsson 23.11.1796-16.01.1867

<p>Stúdent 1818 frá Bessastaðaskóla, settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu á tímabili, vígðist svo aðstoðarprestur að Ingjaldshóli (Nesþingum) 25. september 1825 og gegndi prestakallinu hátt á annað ár eftir fráfalls sóknarprests, fékk Hjaltabakka 18. janúar 1841, Höskuldsstaði 18. september 1862 og lét þar af prestskap og andaðist að Syðra-Hóli. Lengi brjóstveikur en sterkur, vel efnum búinn, glaðvær og gestrisinn og vel látinn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 48-49. </p>

Staðir

Ingjaldshólskirkja Prestur 25.09.1825-1841
Hjaltabakkakirkja Prestur 18.01.1841-1862
Höskuldsstaðakirkja Prestur 18.09.1862-1866

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 8.01.2015