Jón Daðason (yngri) 1606-13.01.1676

Prestur. Lærði í Skálholtsskóla og vígðist norður í Ögurþing fyrrihluta árs 1632 en fór þaðan í fardögum 1635 vegna ósættis við Ara Magnússon, sýslumann. Varð kirkjuprestur í Skálholti 1639, fékk biskupsveitingu 4. desember 1641 fyrir Arnarbæli og varð bráðkvaddur þar á túninu 13. janúar 1676. Hann var vel að sér, lögvís og náttúrufróður en mjög hjátrúarfullur sem kemur fram í ræðum hans og ritum. Góður búhöldur og átti fjölda jarða.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 85.

Staðir

Ögurkirkja Prestur 1632-1635
Skálholtsdómkirkja Prestur 1639-1641
Arnarbæliskirkja Prestur 04.12.1641-1676

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.05.2014