Jón Brynjólfsson 18.öld-

Prestur. Stúdent ur heimaskóla Benedikts, háyfirdómara, Gröndal 1800. Fór utan 1801 en finnst ekki skráður í stúdendatölu í Hafnarháskóla en vitað er að hann stundaði nám í lækningum. Kom til landsins 1803 og vígðist 16. september 1805 aðstoðarprestur sr. Salómons Björnssonar að Dvergasteini og var það til æviloka. Hann var talinn vel gefinn en drykkjumaður mikill og trassafenginn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 82-83.

Staðir

Dvergasteinskirkja Aukaprestur 16.09.1805-1816

Aukaprestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.03.2019