Daníel Jónsson 13.04.1769-03.11.1842

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla eldra 1795 með lofsamlegum vitnisburði. Fékk Staðarhraun 12. janúar 1797 og fékk Miðdalaþing 9. september 1816 og var þar til dauðadags. Hann var vel að sér og hagmæltur nokkuð, mikill maður og skörulegur, ræðumaður allgóður, hafði söngróm mikinn en ekki að sama skapi mjúkan, trygglyndur, skapmikill og fastheldinn en ekki orðvar, búsýslumaður mikill og smiður góður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 304-5.</p>

Staðir

Staðarhraunskirkja Prestur 12.01.1797-1816
Snóksdalskirkja Prestur 09.09.1816-1842

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.09.2014