Finnur Bjarnason 08.11.1973-

Finnur stundaði söngnám við Tónskóla Sigursveins í Reykjavík og síðan framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama og National Opera Studio í London. Meðal óperuhlutverka Finns hjá Íslensku óperunni eru Sagnaþulur í The Rape of Lucretia, Tamínó í Töfraflautunni og Belmonte í Brottnáminu úr kvennabúrinu.

Finnur var um skeið fastráðinn við Komische Oper í Berlin og söng þar m.a. Tamínó, Don Ottavio, Belmonte, titilhlutverkið í Albert Herring eftir Britten, Prinsinn í Love of Three Oranges og Lenskí í Evgení Ónegin. Hann hefur sungið Don Ottavio hjá Glyndebourne Festival Opera, Don Ottavio og Lenskí hjá Glyndebourne Touring Opera og Le Vin Herbé og Moses und Aron á Ruhr-þríæringnum. Auk þess hefur hann sungið við Staatsoper í Berlin ásamt Rene Jacobs, í Châtelet og Théâtre des Champs-Elysées í Paris, Opéra du Rhin í Strasbourg, Bayerische Staatsoper í München, óperunni í Lissabon, Opéra de Oviedo á Spáni, Oper Leipzig, English National Opera í London, við ríkisóperuna í Amsterdam og á tónlistarhátíðinni í Aix en Provence.

Á tónleikum hefur Finnur m.a. sungið Messías eftir Händel, Jóhannesarpassíuna eftir Bach, 9. sinfóníu Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Serenade eftir Britten, auk þess sem hann hefur sungið á fjölda ljóðatónleika, m.a. í Wigmore Hall.

Af upptökum Finns má nefna Sönglög Jóns Leifs sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2001, og upptökur af sönglögum Mendelssohn með Eugene Asti fyrir Hyperion.

Af vef Íslensku óperunnar 2013.

Staðir

Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016