Finnur Bjarnason 08.11.1973-

<p>Finnur stundaði söngnám við Tónskóla Sigursveins í Reykjavík og síðan framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama og National Opera Studio í London. Meðal óperuhlutverka Finns hjá Íslensku óperunni eru Sagnaþulur í The Rape of Lucretia, Tamínó í Töfraflautunni og Belmonte í Brottnáminu úr kvennabúrinu.</p> <p>Finnur var um skeið fastráðinn við Komische Oper í Berlin og söng þar m.a. Tamínó, Don Ottavio, Belmonte, titilhlutverkið í Albert Herring eftir Britten, Prinsinn í Love of Three Oranges og Lenskí í Evgení Ónegin. Hann hefur sungið Don Ottavio hjá Glyndebourne Festival Opera, Don Ottavio og Lenskí hjá Glyndebourne Touring Opera og Le Vin Herbé og Moses und Aron á Ruhr-þríæringnum. Auk þess hefur hann sungið við Staatsoper í Berlin ásamt Rene Jacobs, í Châtelet og Théâtre des Champs-Elysées í Paris, Opéra du Rhin í Strasbourg, Bayerische Staatsoper í München, óperunni í Lissabon, Opéra de Oviedo á Spáni, Oper Leipzig, English National Opera í London, við ríkisóperuna í Amsterdam og á tónlistarhátíðinni í Aix en Provence.</p> <p>Á tónleikum hefur Finnur m.a. sungið Messías eftir Händel, Jóhannesarpassíuna eftir Bach, 9. sinfóníu Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Serenade eftir Britten, auk þess sem hann hefur sungið á fjölda ljóðatónleika, m.a. í Wigmore Hall.</p> <p>Af upptökum Finns má nefna Sönglög Jóns Leifs sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2001, og upptökur af sönglögum Mendelssohn með Eugene Asti fyrir Hyperion.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar 2013.</p>

Staðir

Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016