Jón Arason 1484-07.11.1550

Varð prestur á Helgastöðum í Reykjadal 1507. Árið 1508 varð hann prestur að Hrafnagili og prófastur í Vaðlaþingi. Gegndi einnig sýslumannsembætti um tíma. Officialis. Ráðsmaður á Hólum frá 1514, fékk Odda 1519 og hélt þar aðstoðarpresta þar til hann varð biskup 1522. Fékk og Hegranesþing með Vaðlaþingi er hann kom úr vígsluferð sinni 1525. Hálshöggvinn í Skálholti 7. nóvember 1550. Var ágætt skáld bæði á kímnikveðskap og andlegan.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 24.

Þess skal getið að í Íslensku fornbréfasafni er Jóns ekki getið sem prests að Helgastöðum. Þá er hans ekki getið sem prests á Auðkúlu nema í Presta- og prófastatali dr. Hannesar Þorsteinssonar. GVS

Staðir

Helgastaðakirkja Prestur 1507-1508
Hrafnagilskirkja Prestur 1508-1514
Oddakirkja Prestur 1519-1522
Hóladómkirkja Biskup 26.05.1522-1550

Erindi


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.07.2016