Jón Ólafsson 05.05.1704-29.08.1784

<p>Prestur. Stúdent 1726 frá Skálholtsskóla. Vígður aðstoðarprestur að Skarðsþingum 7. ágúst 1729. Fékk Stað á Reykjanesi í júlí 1742, fékk Tröllatungu 29. júlí 1771 og fékk lausn frá embætti 1777 og fluttist að Reykhólum þar sem hann var til æviloka. Hann fékk heldur góðan vitnisburð enda vel gefinn og skáldmæltur, glettinn nokkuð og gamansamur í kveðskap sínum.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 1. </p>

Staðir

Skarðskirkja Aukaprestur 07.08.1729-1742
Staðarkirkja á Reykjanesi Prestur 07.1742-1771
Tröllatungukirkja Prestur 29.07.1771-1777

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.04.2015