Jón Halldórsson 06.11.1665-1736

<p>Prestur. Stúdent 1683. Fór til Hafnar 1686 og var skráður í stúdentatölu í Höfn. Varð attestatus í guðfræði 1. mars 1688 með umsögninni haud illaudabilis sem var afar sjaldfengin á þeim tíma. Kom sama vor til landsins og varð heyrari í Skálholti 1688-1692 og fékk Hítardal 5. desember 1691 og hélt til æviloka. Varð prófastur í Þverárþingi 30. maí 1701 en sagði því starfi af sér 1736. Gegndi rektorsstörfum fyrir Jón biskup Vídalín 1708-10 sem sendi annan í Hítardal. Margir höfðu hug á að fá hann sem biskup en konungur valdi Jón Árnason. Jón Halldórsson gerðist heilsuveill og sjóndapur á síðari árum. Hann er með mestu fræðimönnum sinnar tiðar og er margt til af ritum hans á söfnum.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 142-43.</p>

Staðir

Hítardalur Prestur 1692-1736

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.03.2017