Eva Þórarinsdóttir (Eva Guðný Þórarinsdóttir) 09.07.1986-

Eva hóf fiðlunám þriggja ára og var tólf ára gamalli boðið að læra við hinn virta Yehudi Menuhin skóla í Surrey á Englandi þar sem hún nam í sex ár hjá Maciej Rakowski. Á skólaárunu lék hún sem sólisti meðal annars í Wigmore Hall, Purcell Room, flutti konserta víða um Evrópu með alþjóðlegum hljómsveitum.

Síðar stundaði Eva nám hjá Maciej Rakowski við the Royal Northern College of Music Í Manchester þar sem hún vann til margra verðlauna sem sólisti og þátttakandi í kammermúsík. Hún útskrifaðist 2010 með Mastersgráðu og International Artist Diploma in Solo Performance.

Eva hefur komið fram með hljómsveitum á borði við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Manchester Camerata og Sinfóníuhljómsveitinni í Óðinsvé. Af verkum sem hún hefur flutt má nefna fiðlukonserta eftir Sibelius, Nielsen, Shostakovich, Mendelssohn, Rondo Capriccioso og La Campanella eftir Paganini.

Eva hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegri keppni fiðluleikara sem fram fer í Manchester og hlaut í júní 2012 þriðju verðlaun auk áheyrendaverðlauna í hinni virtu Carl Nielsen fiðlukeppni.

Eva spilar á Joseph Rocca fiðlu frá 1845 sem var áður í eigu Alfredo Campoli.

Af vef Evu (sjá WWW hér neðar).


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.01.2014