Ingibjörg Helgadóttir 15.07.1924-25.10.1997

Ingibjörg var beðin um að fara og læra hjá Páli ísólfssyni, svo hún gæti tekið að sér kirkjuorganistastarf við kirkjuna í Hruna. Hún sótti námið af miklu kappi. Páli fannst hún svo efnileg, að hann bauð henni ókeypis kennslu, ef hún vildi vera lengur og þáði hún það. Ingibjörg hafði afburða tónminni. Söngur og tónlist voru hennar líf og yndi. Hún var hjálpsöm, loforð hennar stóð eins og stafur á bók. Ingibjörg var falleg og gáfuð ung stúlka. Hún var vel að sér til munns og handa. Ég veit að mamma lét hana læra mikið af sálmum og kvæðum auk handavinnu, enda var hún vel máli farin.

Heimild: Úr minningargrein í Morgunblaðinu eftir Rósu B. Blöndal

Staðir

Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði 1942-1944

Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 14.08.2018