Jón Jónsson 1596-08.06.1663

Prestur og skáld. Talinn fæddur um 1596. Lærði í Skálholtsskóla og við Hafnarháskóla. Varð heyrari í Skálholti og tók við Melum 21. maí 1627 og hélt til æviloka. Hefur sennilega vígst árið áður og þá fengið Mela. Hann varð prófastur í Þverárþingi, sunnan Hvítár alla sína prestskapartíð. Talinn mjög vel að sér, snjall mælskumaður og skáld.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 171.

Sveinn Níelsson telur að hann hafi fengið Mela 1623 og hafi vígst það ár og verið 40 ár í embætti.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson. Bls. 83.

Staðir

Melakirkja Prestur 1626-1663

Prestur og skáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.08.2014