Jóhann Ólafur Haraldsson 19.08.1902-07.02.1966

[Jóhann] fæddist 19. ágúst 1902 á Dagverðareyri og foreldrar hans voru hjónin Katrín Jóhannsdóttir frá Glæsibæ og Haraldur Pálsson frá Brekku í Kaupangssveit.

Jóhann varð gagnfræðingur á Akureyri 1923 og átti síðan heima á Rauðalæk á Þelamörk nokkur ár, eða þangað til hann fluttist til Akureyrar 1928. Þar gerðist hann næturvörður á Landssímastöðinni um skeið, en vann lengst af afgreiðslu- og verzlunarstörf þar af við endurskoðun hjá KEA á þriðja tug ára.

Jóhann var algerlega sjálfmenntaður í tónlist og lærði að leika á hljóðfæri tilsagnarlaust. Hann var mjög virkur í tónlistarlífi Akureyrar og starfaði mikið við stjórn og þjálfun kóra. Hann var afburða söngmaður á yngri árum. Í stjórn Tónlistarfélags Akureyrar átti hann sæti frá stofnun þess.

Tónsmiður Jóhanns eru miklar að vöxtum, bæði kór- og einsöngslög í hundraðatali og verk samin fyrir hljóðfæri. Mörg þeirra hafa verið flutt opinberiega og nokkur verið gefin út. Organisti Möðruvalla- og Glæsibæjarkirkna var hann árum saman.

Fyrri kona Jóhanns var var Þorbjörg Jóhannsdóttir frá Skógum á Þelamörk, en hann missti hana eftir skamma sambúð. Áttu þau einn son barna.

Síðari kona hans er María Kristjónsdóttir frá Skjaldarvík og lifir hún mann sinn.

Sv.P. Morgunblaðið. 8. febrúar 1966, bls. 27.

Staðir

Akureyrarkirkja Organisti -
Glæsibæjarkirkja Organisti -
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Organisti 1954-

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014