Gísli Ólafsson 1731-29.12.1810

<p>Stúdent frá Skálholtsskóla 1753. Varð djákni á Breiðabólstað í Fljótshlíð 14. júní 1756, fékk Kálfholt 16. febrúar 1771, Kaldaðarnes 29. okróber sama ár, fékk Brjánslæk 26. júní 1784 og Breiðabólstað á Skógarströnd 12. júní 1793 og hélt til dauðadags. Hann fékk mjög góðan vitnisburð frá biskupnum enda talinn ljúfmenni en jafnan fátækur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 73.</p>

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Djákni 14.06.1756-1771
Kálfholtskirkja Prestur 16.02.1771-29.10.1771
Kaldaðarneskirkja Prestur 29.10.1771-1784
Brjánslækjarkirkja Prestur 26.06.1784-1793
Breiðabólstaðarkirkja Snæfellsnesi Prestur 12.06.1793-1810

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.06.2015