Páll Ólafur Ólafsson 30.08.1887-15.02.1971

Páll var fæddur að Lundi í Lundareykjadal, sonur séra Ólafs Ólafssonar, prófasts í Hjarðarlholti og Ingibjargar Pálsdóttur, konu hans.

Páll tók mikinn þátt í atvinnumálum, rak umboðs- og heildverzlun og útgerð hérlendis og erlendis. Hann var lengi búsettur í Kaupmanmahöfn og í Þórshöfn í Færeyjum.

Páll var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hvammstanga 1908-1912, framkvæmdastjóri fiskveiðihluta félagsins Kára var hann 1920-1925, stofnaði 1925 fiskveiðihluta félagið Fylki, var í stjórn Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda og framkvæmdastjóri félagsins í mörg ár. Hann var einn af stofnendum Samtryggingar íslenskra botvörpunga, í stjórn hennar og framkvæmdastjóri um tíma. — Hanm var einn af stofnendum Félags íslenskra líunveiðaraeigenda og fyrsti formaður þess.

Páll var fyrsti ræðismaður Íslands í Færeyjum. Hann var kvæntur Hildi Stefánsdóttur frá Auðkúlu og eignuðust þau fiimm börn.

Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 16. febrúar 1971, bls. 2.

Sjá einnig um Pál í Kennaratali á Íslandi, II. bindi bls. 51.

Staðir

Lundarkirkja Organisti -
Hjarðarholtskirkja Organisti -

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.03.2018