Charles Kjerulf (Charles Theodor Martin Kjerulf) 22.03.1858-22.08.1919

Charles Kjerulf var danskur söngkennari, tónlistargagnrýnandi, kórstjóri og tónskáld. Hann starfaði sem tónlistargagnrýnandi við Politiken frá 1886 og sem slíkur var hann leiðandi í tónlistargagnrýni í Kaupmannahöfn þar sem gagnrýnin var byggð á staðgóðri tónlistarkunnáttu. Hann þýddi þó nokkrar óperettur eftir Offenbach og Strauss og skrifaði sjálfur nokkra óperettutexta.

From Gads Musikleksikon 2003


Kórstjóri, söngkennari, tónlistargagnrýnandi og tónskáld

Margrét Óðinsdóttir uppfærði 11.09.2015