Ólafur Ólafsson 13.08.1860-13.03.1935

<p>Prestur. Lauk stúdentsprófi 1883 frá Reykjavíkurskóla með 2. einkunn og lauk prestaskólanum 1885. Stundaði kennslu um tíma. Fékk Lund 4. júní 1885 og Hjarðarholt 25. október 1901 og lét þar af störfum 1920. Hélt unglingaskóla í Hjarðarholti hin síðari ár. Var sýslunefndarmaður. Fluttist til Reykjavíkur og andaðist þar.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 72. </p>

Staðir

Lundarkirkja Prestur 04.09. 1885-1901
Hjarðarholtskirkja Prestur 25.10. 1901-1920

Prestur , prófastur og sýslunefndarmaður

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.12.2018