Guðmunda Elíasdóttir 23.01.1920-02.08.2015

<p>Guðmunda fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp á Grundum fyrstu sex árin en faðir hennar drukknaði er hún var á fjórða árinu. Hún flutti með móður sinni að Látrum í Aðal- vík 1926, fór til systur sinnar á ísafirði ári síðar þar sem þær mæðgur bjuggu til 1932 en þá fluttu þær til Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin þar á Smiðjustígnum.</p> <p>Guðmunda fór ung til Kaupmannahafnar og hóf þar söngnám við Konservatoríið 1939 en hennar aðalkennari var prófessor Dóra Sigurðsson. Þá stundaði Guðmunda söngnám hjá prófessor Kristian Riis í Kaupmannahöfn, hjá Madame Fouresthier í París og hjá Florence Bower í New York.</p> <p>Guðmunda söng í óperum og hélt konserta á Íslandi og víða erlendis, m.a. við hátíðarmessu á jólum í Hvíta húsinu. Eldri Íslendingum er Guðmunda minnisstæð sem Madame Flora í Miðlinum eftir Menotti og sem Maddalina í Rigoletto. Auk þess að syngja á konsertum og á sviði hefur hún sungið í útvarp og inn á hljómplötur. Þá hefur Guðmunda kennt söng um árabil, bæði í Söngskólanum í Reykjavík og í einkatímum. Árið 1982 kom út ævisaga Guðmundu, Lífsjátning, sem Ingólfur Margeirsson skráði.</p> <p>Guðmunda hefur starfað við kvikmynda- gerð sl. tólf ár en hún hefur leikið í ellefu kvikmyndum á þessu tímabili. ...</p> <p align="right">Guðmunda Elíasdóttir 80 ára. Dagblaðið Vísir - DV. 22. janúar 2000, bls. 55.</p>

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkennari og söngkona

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.11.2015