Halldór Vilhelmsson (Halldór Kristinn Vilhelmsson) 24.04.1938-17.06.2009

<p>Halldór lærði trésmíði hjá föður sínum og lauk fyrst sveinsprófi og síðar meistaraprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Halldór starfaði við smíðar, bæði á verkstæði föður síns og afa og hjá Húsasmiðjunni, en lengst af var hann sjálfstætt starfandi. Halldór gekk til liðs við Pólýfónkórinn og söng með honum í 20 ár. Þar kynntist hann Áslaugu eiginkonu sinni. Hann fékk snemma tækifæri til að syngja einsöng með kórnum, m.a. í passíum og óratóríum Bachs og Händels. Halldór hóf ungur nám í söng, fyrst hjá Kristni Hallssyni en árið 1962 hóf hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem aðalkennari hans var Engel Lund. Hann tók síðar við kennslu af henni við tónmenntakennaradeild skólans og kenndi þar frá 1982 til 2002.</p> <p>Halldór starfaði í KFUM og hófst þar langt og farsælt samstarf með píanó- og orgelleikaranum Gústaf Jóhannessyni. Halldór kom fram með öllum helstu kórum og hljómsveitum hérlendis á ferli sínum og flutti með þeim mörg af helstu stórvirkjum tónbókmenntanna auk fjölmargra nýrra íslenskra verka, en Halldór var ötull flytjandi íslenskrar samtímatónlistar. Hann var t.d. í miklu samstarfi við Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld.</p> <p>Halldór söng sitt fyrsta óperu- hlutverk 1962. Hann var einn af stofnendum Íslensku óperunnar og söng burðarhlutverk í allflestum uppfærslum hennar fyrsta áratug- inn. Þá söng Halldór einnig mörg hlutverk í óperuuppfærslum Þjóð- leikhússins. Margar hljóðritanir voru gerðar af Ríkisútvarpinu með söng Halldórs. Hann var virkur í fé- lagsmálum tónlistarmanna og var m.a. í stjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss um tíma.</p> <p>Eftir farsælan feril sem einsöngvari sneri hann sér aftur að trésmíðinni í meira mæli. Einnig lagði hann stund á útskurð og hljóðfærasmíði.</p> <p>Halldór var einn af stofnendum sönghópsins Hljómeykis, sem hóf starfsemi fyrir 35 árum, og söng hann sína síðustu tónleika með þeim í janúar sl. Halldór söng einnig í Kór Vídalínskirkju hin síðari ár.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 25. júní 2009, bls. 25.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Söngkennari 1982-2002

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómeyki Söngvari 1974

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkennari , söngvari og trésmiður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.12.2014