Arngunnur Árnadóttir 25.10.1987-

<p>Arngunnur Árnadóttir er fædd í Reykjavík árið 1987. Hún byrjaði að læra á klarínett átta ára gömul hjá Hafsteini Guðmundssyni. Síðar lærði hún hjá Kjartani Óskarssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og Einari Jóhannessyni við Listaháskóla Íslands. Hún stundaði framhaldsnám við Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ í Berlín hjá Ralf Forster og Wenzel Fuchs og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn sumarið 2012.</p> <p>Arngunnur hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, meðal annars sem sem sigurvegari í einleikarakeppni SÍ og Listaháskóla Íslands. Hún hefur flutt kammermúsík í Berlín, Amsterdam, London og á Íslandi, þar á meðal á vegum Kammersveitar Reykjavíkur og á Podium Festival. Auk klassískrar tónlistar hefur Arngunnur leikið dægurtónlist með hljómsveitunum Hjaltalín og Samaris.</p> <p>Frá árinu 2012 hefur Arngunnur starfað sem fyrsti klarínett­ leikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands.</p> <p align="right">Úr tónleikaskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands 10. september 2015.</p> <p>Arngunnur fæst einnig við skáldskap; hefur gefið út eina ljóðabók,&nbsp;Unglingar&nbsp;(2013) og skáldsaga er væntanleg sem heitir&nbsp;Að heiman.</p> <p align="right">Jón Hrólfur 21. september 2015.</p>

Staðir

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Listaháskóli Íslands Háskólanemi -
Hanns Eisler tón­list­ar­há­skól­i í Berlín Háskólanemi -2012

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Klarínettuleikari 2012

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , klarínettuleikari , ljóðskáld , tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.09.2015