Guðmundur Arason (góði) 26.09.1160-16.03.1237

Prestur. Tók prestvígslu um 1184. Gegndi prestskap á ýmsum stöðum nyrðra, fékk Hofsþing (Hof á Höfðaströnd og Miklibær) 1185, Ríp 1189, Velli í Svarfaðardal 1190, Upsir 1196, Reynistaðaklaustur 1197,Glaumbæ 1198-1201. Virðist hafa verið í Hofdölum a.m.k. hluta árs 1186. Kjörinn biskup 1201 og vígður í Niðarósi 13. apríl 1203. Lést 1237. Varð kunnur af trúrækni, meinlætalifnaði og góðgerðarsemi við fátæka. Var heilagur maður í hugum margra þó ekki væri hann tekinn í dýrlingatölu.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 123.

Heimild: Prestatal og Prófasta eftir dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 242.

Staðir

Flugumýrarkirkja Prestur 1185-1189
Rípurkirkja Prestur 1189-1190
Upsakirkja Prestur 1190-1196
Vallakirkja Prestur 1190-1196
Upsakirkja Prestur 1196-1197
Reynistaðarkirkja Prestur 1197-1197
Glaumbæjarkirkja Prestur 1198-1201

Biskup og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.03.2019