Jóhanna Gísladóttir 03.11.1901-18.04.2002

<p>Jóhanna lærði á orgel og tungumál hjá prestinum á Hrafnseyri og var farkennari í sveitinni og organisti í Álftamýrarkirkju. Hún var síðan í vist hjá vinkonu sinni í Vestmannaeyjum um tíma. Hún lærði matreiðslu og hannyrðir hjá fröken Elínu í Reykjavík. Eftir fráfall móður sinnar hélt hún heimili fyrir föður sinn á Álftamýri frá 1929-1941 er þau fluttu búferlum til Reykjavíkur. Hún vann ýmis störf eftir að hún kom til Reykjavíkur en lengst af vann hún við umönnun á Heilsuverndarstöðinni uns hún lét af störfum 70 ára gömul. Síðustu árin bjó hún í Austurbrún 6 og sótti hún Múlabæ um tíma.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 30. apríl 2002, bls. 9.</p>

Staðir

Álftamýrarkirkja Organisti -

Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014