Hjalti Markússon -1761

Prestur. Stúdent 1742 frá Skálholtsskóla. Vígðist 1745, líklega 8. ágúst, aðstoðarprestur í Holti í Önundarfirði. Árinu áður hafði Harboe gert hann rækan frá vígslu vegna vanþekkingar og nefnir hann "hinn mesta einfeldning." Varð að láta af prestskap vegna vanheilsu 1754 og lést fyrir 8. ágúst 1761.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 360.

Staðir

Holtskirkja Aukaprestur 1745-1754

Aukaprestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.07.2015