Ragnar Jónsson (Einar Ragnar Jónsson, Ragnar í Smára) 07.02.1904-11.07.1984

<p>„[Ragnar fæddist] í Mundakoti á Eyrarbakka, sonur hjónanna Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Mundakoti og Jóns Einarssonar hreppstjóra, sem ættaður var úr Skaftafellssýslu. Þau eignuðust fimm börn. Eyrarbakki var mikil verzlunarmiðstöð á Suðurlandi á uppvaxtarárum Ragnars, en dönsk áhrif sterk. Félags- og menningarlíf var öflugt og tónlistarlíf fjölbreytt.</p> <p>Ragnar hleypti heimdraganum 16 ára að aldri og fór til Reykjavíkur til náms. Hann settist í Verzlunarskólann og brautskráðist úr honum eftir tveggja vetra nám, í maí 1922, en réð sig þá til Smjörlíkisgerðarinnar Smára, sem hann hefur æ siðan verið kenndur við. Upp úr þessu fer Ragnar að kynnast menningarlífinu í höfuðborginni, enda hafði hann fengið veganesti í þeim efnum úr foreldrahúsum. Hann kynnist Erlendi í Unuhúsi og verður nákominn fjölmörgum helztu listamönnum landsins, eins og frægt er orðið. Þá kynntist Ragnar m.a. Halldóri L axness og Þórbergi Þórðarsyni og er samstarf þeirra sérstakur þáttur íslenzkrar menningar á þessari öld. Hann verður einnig mikill stuðningsmaður myndlistarmanna og fyrstu myndirnar, sem hann kaupir, eru eftir Ásgrím Jónsson. Hann var einn af helztu hvatamönnum að stofnun Tónlistarskólans alþingishátiðarárið 1930, en stofnar síðan, ásamt öðrum, Tónlistarfélagið sem markaði tímamót í tónlistarlífi hér á landi. Samstarf þeirra Ragnars Jónssonar og Páls ísólfssonar markaði ekki síður þáttaskil í tónlistarsögu landsins, enda alkunnugt...“</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 13. júlí 1984, bls. 1.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.02.2014