Gísli Bjarnason 19.06.1686-22.05.1771

<p>Stúdent frá Skálholtsskóla 1706. Vígðist 16. nóvember 1710 kirkjuprestur í Skálholti. Hann fékk Ofanleiti 22. júlí 1713 og Mela 23. janúar 1733 og var þar til dauðadags. Hann fékk sæmilegan vitnisburð hjá Harboe og var vel metinn maður, hraustur, harðger og vel efnaður. Eftir hann mun vera viðauki Hítardalsannáls. Skrifaði og talsvert af skjölum fyrir Árna Magnússon.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 43.</p>

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 16.11.1710-1713
Ofanleitiskirkja Prestur 22.07.1713-1733
Melakirkja Prestur 23.01.1733-1771

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2014