Ástvaldur Traustason 14.12.1966-

Ástvaldur er stofnandi og skólastjóri tónlistarskólans Tónheima. Hann útskrifaðist úr tónlistarskóla F.Í.H. 1988 og brautskráðist úr Berklee College of Music í Boston, Massachusetts árið 1991. Ástvaldur starfaði sem píanókennari hjá Tónskóla Sigursveins og tónlistarskóla F.Í.H. á árunum 1992 – 2000 auk þess sem hann kenndi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Ástvaldur hefur starfað sem píanóleikari í ýmsum hljómsveitum, m.a. Stórsveit Reykjavíkur, Milljónamæringunum og Sálinni hans Jóns míns og sem harmonikkuleikari með hljómsveitinni Bardukha.

Texti af vef Tónheima (desember 2013).

Staðir

Tónheimar Skólastjóri 2001-
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi -1988
Berklee tónlistarháskólinn í Boston Háskólanemi -1991
Tónskóli Sigursveins Píanókennari 1992-2000
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Píanókennari 1992-2000
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Píanókennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Mandólín Harmonikuleikari 2013
Milljónamæringarnir Píanóleikari 1992-05
Sálinni hans Jóns míns Hljómborðsleikari
Stórsveit Reykjavíkur Píanóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, píanókennari, píanóleikari, skólastjóri og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.02.2016