Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (Valdi Kolli) 28.02.1977-

<p>Valdimar Kolbeinn stundaði nám í kontrabassaleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla F.Í.H. og lauk burtfararprófi frá síðarnefnda skólanum árið 2002. Síðan þá hefur Valdimar stundað nám við Conservatorium van Amsterdam í Hollandi og útskrifast þaðan vorið 2005. Í íslensku jazzlífi er hann þekktastur fyrir þátttöku sína í Flís tríóinu sem vakið hefur verðskuldaða athygli sem öflugir fulltrúar nýjust kynslóðarinnar í íslenskum jazzi. Valdimar hefur m.a. hljóðritað með Jóel Pálssyni og Agli Ólafssyni. Þá hefur hann starfað mikið með dúettinum Slowblow og leikið kvikmyndatónlist í kvikmyndum Dags Kára Péturssonar.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Geislar Bassaleikari og Baníóleikari 2014
Hjálmar Bassaleikari 2004
Memfismafían Bassaleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.06.2016