Ólafur Hjaltason -09.01.1569

Prestur og biskup. Fæddur um 1500. Nam við Björgvinjarskóla. Var orðinn prestur 1517 í Hólabiskupsdæmi, á Hólum um 1522, fékk síðan Vesturhópshóla um 1526. Varð prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi 1527-1532. Síðan kirkjuprestur að Hólum. Fékk Laufás 1539 en var þó áfram á Hólum, a.m.k. næsta ár. Virðist hafa verið stopult í Laufási. Dvaldist erlendis 1542-5-43. Aðhylltist kenningar Lúters og biskup bannfærði hann og dæmdi hann útlægan og fór hann utan 1550. Fékk Laufás aftur 1551 en um haustið kvaddur til þess að verða biskup á Hólum og tók við eftir nýár 1552 og hélt til æviloka. Fékk veitingu fyrir Grenjaðarstað um svipað leyti og hann varð biskup en fór aldrei þangað. Talinn valmenni.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 52-53.

Staðir

Hóladómkirkja Prestur 1517-
Laufáskirkja Prestur 1539-
Hóladómkirkja Biskup 1552-1569
Vesturhópshólakirkja Prestur 16.öld-16.öld
Laufáskirkja Prestur 1551-1551

Biskup og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.10.2017