Guðlaugur Viktorsson 22.11.1963 -

Guðlaugur Viktorsson er fæddur á Akureyri en ólst upp í Stórutjarnarskóla í Ljósavatnsskarði. Þar hóf hann sitt tónlistarnám, en leiðin lá síðar í Tónlistarskólann á Akureyri þar sem hann lauk námi af tónlistarkjörsviði frá M.A. Guðlaugur er tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og hefur lokið burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík.

Guðlaugur hefur lengi starfað sem tónmenntakennari en starfar um þessar mundir sem söngkennari við Tónlistarskólann í Hafnarfirði. Hann hefur í rúm 20 ár starfað sem kórstjóri og stjórnar í dag Kór Mennaskólans í Reykjavík, Lögrelukór Reykjavíkur og Karlakór Keflavíkur auk þess að starfa sem tónlistarmaður við Grafarvogskirkju.

Guðlaugur hefur víða komið fram á tónleikum heima og heiman sem einsöngvari, kórstjóri eða kammermúsíkant. Guðlaugur er einn af stofnendum Voces Thules.

Af vef Voces Thules (desember 2013).

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Voces Thules 1991

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og tónmenntakennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.04.2015