Jón Bjarnason 1514-1576

Fæðingar- og dánarár eru ekki alveg örugg. Varð ungur kirkjuprestur í Skálholti og fékk Hruna 1541. Varð ráðsmaður í Skálholti 1547 en hélt Hruna jafnframt og lét sr. Björn Ólafsson þjóna fyrir sig 1547-54. Hefur einnig fengið Odda a.m.k. 1551-54 þótt hann hafi látið aðra þjóna fyrir sig. Fékk Breiðabólstað í Fljótshlíð 1554 og hélt því til æviloka. Kemur töluvert við sögu siðaskiptanna og talinn mikilhæfur maður. Orti m.a níðvísur um Jón Arason. Talinn geðbilaður um tíma.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 66.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur "16"-"16"
Hrunakirkja Prestur 1541-1554
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 1554-1576

Prestur og ráðsmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.02.2018