Marinó Guðmundsson 28.11.1927-27.01.2006

<blockquote>... Sumarið 1946 fór hópur ungra eyjapeyja að Selfossi til að mála nýju Ölfusárbrúna, í þeim hópi var Guðni Hermansen og fóru þeir Marinó að spila saman og, að ég hygg, Rudolf Stolzenwald frá Hellu, fæddur í Eyjum, hann hafði lært lítið eitt á píanó hér í Eyjum, en hann dó fyrir aldur fram. Upp úr þessu fóru þeir Marinó og Guðni í tónlistarskóla í Reykjavík og einnig Guðjón Pálsson. Þeir héldu nokkuð hópinn þann vetur. Guðni kom fljótt heim og stundaði hljóð- færaleik í áratugi í Eyjum. Upp úr þessu lék Marinó með ýmsum hljóm- sveitum í Reykjavík, m.a. með Karli Jónatanssyni í Vetrargarðinum og Baldri Kristjáns í Tjarnarkaffi. ...</blockquote> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 17. febrúar 2006, bls. 36.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar Trompetleikari og Gítarleikari 1948-01/02

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari , loftskeytamaður , trompetleikari og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.06.2014