Hildur Guðný Þórhallsdóttir 30.09.1975-

Hildur Guðný nam klassískt píanónám og jazzsöng við Tónlistarskóla FÍH. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1998. Hún hefur starfað sem kennari við Tónlistarskóla FÍH síðan 1998 og kennir þar bóklegar greinar og hrynþjálfunaráfanga. Hrynþjálfunarfræðin lærði hún í Rytmisk Musikkonservatorium (RMC) í Kaupmannahöfn.

Undanfarin ár hafa þær Þórdís og Hildur unnið mikið saman við verkefni tengd sköpunarþætti tónlistarkennslu og hafa verið að þróa vinnubúðir þess eðlis. Þar er unnið með ákveðnum hóp í nokkur skipti við að búa til tónverk sem enda með stórum tónleikum. Hóparnir sem hafa tekið þátt í þessu hafa verið mjög ólíkir innbyrðis, t.d. heilir bekkir úr grunnskólum eða hópar nemenda úr tónlistarskólum.

Þær tóku þátt í Tónlist fyrir alla (grunnstigi) haustið 2002 og 2003, og heimsóttu þá nær alla grunnskóla Reykjavíkur og Kópavogs með efnisskrána Virkir þátttakendur.

Veturinn 2004-2005 hafa þær boðið upp á tónleika fyrir leikaskólabörn með efnisskrána, Söngur, dans og ævintýri í leikskólum, þar sem spunnið er saman í eina tónleika myndræn skilaboð, söng og dans.

Báðar þessar efnisskrár, Virkir þátttakendur og Söngur, dans og ævintýri í leikskólum, ganga út frá þeirri hugmynd að tónleikagestir spila mikið hlutverk og taka fullan þátt í efnisskránni með þeim, sem gerir hverja tónleika einstaka.

Frá 1996 hafa þær unnið mikið með Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur. Þar hafa hóparnir verið af öllum stærðum og gerðum, mjög stórir hópar af leikjanámskeiðum, smærri hópar úr frístundaheimilum og hópar úr röðum starfsmanna.

Staðir

Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarkennari 1998-
Rytmisk musik konservatorium í Kaupmannahöfn Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, píanóleikari, söngkona, tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.10.2015