Eiríkur Tryggvason 18.09.1925-13.05.1996

<p>Eiríkur lærði húsgagnasmíði og vann fyrst á verkstæði föður síns. Eiríkur og Guðrún hófu búskap á Háteigsvegi 25 í foreldrahúsum Eiríks. Þau byggðu nýbýlið Selholt í Mosfellssveit og fluttu þangað um 1950. Eirikur vann við smíðar ásamt minni háttar búrekstri í hjáverkum. Árið 1962 fluttu þau norður að Búrfelli í Miðfirði V-Hún. og tóku við búi föðursystkina Eiríks, þeirra Guðjóns, Péturs og Elínbjargar. Byggði Eiríkur upp húsakost jarðarinnar og stækkaði búið sem síðan var rekið af allri fjölskyldunni, en seinni árin tók Jón sonur hans að verulegu leyti við rekstrinum. Er heilsu Eiríks hrakaði tók Jón við öllum rekstri búsins og þau hjónin fluttu í Kópavog árið 1994.</p> <p>Ásamt rekstri á stóru búi tók Eiríkur mikinn þátt í ýmsum félagsmálum var m.a. formaður Búnaðarfélags hreppsins, sat í hreppsnefnd og í stjórn Búnaðarsambands V-Hún., sá um rekstur Vélaverkstæðisins á Laugarbakka og rekstur Ræktunarsambands V-Hún. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og sat í kjördæmisráði í Norðurlandskjördæmi vestra. Hann starfaði einnig til margra ára ötullega að málum tengdum Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga allt þar til hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests. Hann sat í stjórn 1975-1994 þar af stjórnarformaður 1985-1994 og stjórnarforniitður Mjólkursamlags KVH/KFHB frá 1985-1994. Hann hafði umsjón með verklegum framkvæmdum fyrir KVH og Mjólkursamlag KVH/KFHB um árabil svo sem nýbyggingu slátur- og frystihúss og mjólkurstöðvar auk fleiri framkvæmda. Var fulltrúi KVH á fundum SÍS um árabil. Var í fulltrúaráði Samvinnutrygginga gt. og í félagsráði Osta- og mjörsölimniir á meðan hún starfaði. Þar var hann fulltrúi KVH í stjórnum ýmissa hlutafélaga svo sem Mjöls hf. og Steypuþjónustunnar hf. og stýrði rekstri þeirra um tíma. Hann var hvatamaður að stofnun Útgerðarfélags Vestur-Húnvetninga árið 1987 og var stjórnarformaður þess og framkvæmdastjóri meðan það starfaði eða til ársins 1990.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 18. maí 1996, bls. 38.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

6 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1980 HérVHún Fræðafélag 002 Bændafundur. Eiríkur Tryggvason kynnir Elínu Líndal. Elín flytur ræðu. Eiríkur Tryggvason og Elín Líndal 41830
1980 HérVHún Fræðafélag 002 Bændafundur. Eiríkur Tryggvason kynnir Sigfús Jónsson. Sigfús flytur ræðu. Eiríkur Tryggvason og Sigfús Jónsson 41831
1980 HérVHún Fræðafélag 002 Bændafundur. Eiríkur Tryggvason kynnir til máls Björn Magnússon. Eiríkur Tryggvason og Björn Magnússon 41832
1980 HérVHún Fræðafélag 002 Bændafundur. Eiríkur Tryggvason gefur orðið laust. Þorsteinn Sigurjónsson tekur til máls. Eiríkur Tryggvason og Þorsteinn Sigurjónsson 41833
1980 HérVHún Fræðafélag 002 Bændafundur. Eiríkur Tryggvason kynnir Þórarinn Þorvalsson. Eiríkur Tryggvason og Þórarinn Þorvaldsson 41854
1980 HérVHún Fræðafélag 002 Bændafundur. Eiríkur Tryggvason kynnir Gunnar Sigurðsson kaupfélagsstjóra. Eiríkur Tryggvason og Gunnar Sigurðsson 41856

Tengt efni á öðrum vefjum

Bóndi

Guðni Sig. Óskarsson uppfærði 17.04.2018