Erwin Koeppen (Erwin Pétur Koeppen) 12.02.1925-17.02.2019

Námsferill: Lauk stúdentsprófi í Berlín 1943, prófi í kontrabassaleik við Tónlistarháskólann í Hamborg 1950, BA-prófi í enskum og þýskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1974 og cand.mag. prófi 1976; stundaði doktorsnám við Háskólann í Marburg, Þýskalandi 1976-1978 og lauk doktorsprófi í enskum og bandarískum bókmenntum og tónlistarfræði 1978.

Starfsferill: Lék í Hamburger Symphonieorchester 1948-1950, Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1976 og í ýmsum danshljómsveitum 1953-1969; var lektor í enskum og bandarískum bókmenntum við háskólann í Tübingen, Þýskalandi 1978-1982, háskólann í Mainz, Þýskalandi 1982-1984 og háskólann í Kiel, Þýskalandi 1985-1990

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 188. Sögusteinn 2000.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Kontrabassaleikari 1950 1976

Tengt efni á öðrum vefjum

Kontrabassaleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.03.2019