Erwin Koeppen (Erwin Pétur Koeppen) 12.02.1925-17.02.2019

<p>Erwin kom til Íslands í febrúar 1950 ásamt fjórum öðrum þýskum tónlistarmönnum sem höfðu verið ráðnir hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit landsins sem stofnuð var mánuði seinna. Á Íslandi kynntist hann fljótlega Eríku konu sinni sem einnig hafði misst nánustu ástvini í stríðinu. 1952 fæddist Dagmar dóttir þeirra. Á uppvaxtarárum hennar fór fjölskyldan á hverju sumri utan í heimsókn til þýskra ættingja og 1976 fluttu Erwin og Eríka aftur heim til Þýskalands. Þar bjuggu þau til 2010. Þá fluttust þau aftur heim til Íslands þar sem heilsu Eríku hafði hrakað mjög. Rétt fyrir jól 2010 lést hún og sumarið 2011 lést einnig einkadóttirin Dagmar. Erwin stóð aftur eftir án nánustu ástvina en barnabörn hans, tengdasonur og fleiri sinntu honum allt til hinstu stundar.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 25. mars 2019, bls. 20</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk stúdentsprófi í Berlín 1943, prófi í kontrabassaleik við Tónlistarháskólann í Hamborg 1950, BA-prófi í enskum og þýskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1974 og cand.mag. prófi 1976; stundaði doktorsnám við Háskólann í Marburg, Þýskalandi 1976-1978 og lauk doktorsprófi í enskum og bandarískum bókmenntum og tónlistarfræði 1978.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Lék í Hamburger Symphonieorchester 1948-1950, Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1976 og í ýmsum danshljómsveitum 1953-1969; var lektor í enskum og bandarískum bókmenntum við háskólann í Tübingen, Þýskalandi 1978-1982, háskólann í Mainz, Þýskalandi 1982-1984 og háskólann í Kiel, Þýskalandi 1985-1990</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 188. Sögusteinn 2000.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Kontrabassaleikari 1950 1976

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Kontrabassaleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.05.2019