Hjörvar Hjörleifsson 29.09.1973-

Hjörvar hefur verið viðloðandi íslenska tónlist meira og minna frá árinu 1989, þótt ekki hafi farið mjög mikið fyrir honum. Hjörvar hefur starfað mikið í neðanjarðartónlistarsenu Íslands sem söngvari hljómsveitanna Guði Gleymdir og Los, en Los átti meðal annars lag á safnplötunni Smekkleysa í hálfa öld sem Smekkleysa sendi frá sér árið 1994. Einnig var Hjörvar í rafdúett sem hét Monotone og gaf út 2 lög á safnplötu frá Sprota sem bar heitið Neistar. Hjörvar gaf fyrst út sólóplötuna Paint Peace árið 2004. Hún fékk góða dóma í flestum fjölmiðlum á Íslandi og þar á meðal 4 stjörnur hjá Mogganum. Auk þess hlaut hann tilnefningu á Íslensku tónlistarverðlaununum 2004 sem bjartasta vonin. Árið 2008 sendi Hjörvar frá plötuna A Copy Of Me sem inniheldur 12 lög og Hjörvar fer nýjar leiðir þegar kemur að lagasmíðum þar sem platan spannar allt frá argasta rokki til vænsta popps og tilraunarmennsku.. A Copy Of Me var tekin upp í PUK hljóðverinu í Danmörku sumarið 2006 undir styrkri stjórn Hrannars Ingimarssonar og Páls Borg. Platan var mixuð í Stúdíó Sýrlandi í maí 2008 af Ken Thomas, en hann er vel þekktur á meðal íslenskra tónlistarmanna, einna helst fyrir vinnu sína með Sigur Rós í gegnum tíðina.

Fengið af Tónlist.is 21. febrúar 2014.


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.02.2014