Jón Steingrímsson 1728-1791

Stúdent frá Hólaskóla 1744. Varð djákni á Reynistað 16. maí 1751 en missti það vegna of bráðrar barneignar með konu sinni. Settur prestur í Sólheimaþingum 8. maí 1761 og bjó að Felli. Varð prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu 1773 en prófastur í öllu Skaftafellsþingi 1779-1787. Hélt hinu fyrra til æviloka en sagði hinu af sér 1791. Fékk Prestbakka á Síðu 30. apríl 1778 og hélt því til æviloka. Hinn merkasti maður í öllum greinum, vel að sér, ættfróður, læknir, góður, dugmikill og skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ III bindi, bls. 279.

Staðir

Reynistaðarkirkja Djákni 16. maí 1751-1760
Hörgslandskirkja Prestur 30.10. 1760-1778
Prestbakkakirkja á Síðu Prestur 30.04. 1778-1791

Erindi


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 23.11.2016