Björn Ásgeir Guðjónsson 07.03.1929-23.06.2003

<p><strong>Foreldrar:</strong> Guðjón Þórðarson, skósmiður í Reykjavík, f. 12. okt. 1901 á Akranesi, d. 2. sept. 1952, og k. h. Anna Jónsdóttir, f. 15. sept. 1895 í Valdakoti, Sandvíkurhr., Árnessýslu, d. 16. mars 1984.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Stundaði nám í trompetleik hjá Albert Klahn, Wilhelm Lanzky-Otto og Karli Ottó Runólfssyni 1939-1949; lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1949 og burtfararprófi frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfu 1953.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1953-1960, Stora Teatern í Gautaborg 1961-1962 og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1962-1967; var kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1957-1959; stjórnandi og aðalkennari Skólahljómsveitar Kópavogs 1967-1995; stjórnandi Hornaflokks Kópavogs 1977-1990; stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins 1964; trompetleikari í Lúðrasveit Reykjavíkur 1943-1971 og Lúðrasveitinni Svani 1941-1943.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 178. Sögusteinn 2000.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1949
Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn Háskólanemi -1953
Tónlistarskólinn í Reykjavík Trompetkennari 1957-1959

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Reykjavíkur Trompetleikari 1943 1971
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 1962 1963
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 1964 1964
Lúðrasveitin Svanur Trompetleikari 1941 1943
Sinfóníuhljómsveit Íslands Trompetleikari 1953 1960
Sinfóníuhljómsveit Íslands Trompetleikari 1962 1967
Skólahljómsveit Kópavogs Stjórnandi 1967 1995

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , stjórnandi , trompetkennari , trompetleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.03.2018