Þorvaldur Jónsson 13.01.1931-

<p>... „Með mér verður fjölskylduband- ið, dóttir mín og barnabörn. Það verður frumsamið efni á dag- skránni en lögin eru öll samin af mér og sumir textarnir. Ég spila á harmonikku og er búinn að gera það nánast síðan ég fæddist. Hef verið lengi í þessum tónlistarbransa og spilað á dansleikjum út um hvippinn og hvappinn og gefið út nokkra hljómdiska. En það er farið að hægjast um hjá mér í þessu eins og gefur augaleið. Ég er þó enn að semja lög en ég byrjaði seint á því. Svo fer ég töluvert að spila fyrir eldra fólkið á félagsmiðstöðvunum en það er vinsælt hjá því að hópast í fjöldasöng og þá þarf einhver að spila undir.“</p> <p>Þorvaldur er fæddur og uppalinn á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, N-Múl. Þar átti hann heima og vann við sveitabúskap fram undir tvítugt en starfaði síðan að mestu sem þungavinnuvélaverkstjóri. Eiginkona Þorvaldar var Fregn Björgvinsdóttir en hún lést fyrir rúmum tíu árum. Þau eignuðust sjö börn, þar á meðal tvenna tvíbura. „Svo er ég afi, langafi og langalangafi og hópurinn er orðinn stór.“ ...</p> <p align="right">Morgunblaðið. 13. janúar 2016. Pistill í tilefni 85 ára afmælist Þorvaldar</p>
Harmonikuleikari , lagahöfundur og textahöfundur
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.01.2016