Sigurður Bragason 16.08.1954-

Sigurður hefur fengið afbragðsdóma hér á landi sem erlendis fyrir túlkun sína á ýmsum þekktustu sönglögum og ljóðaflokkum tónbókmenntanna. Þar á meðal eru verk eftir Schubert, Beethoven, Mussorgsky, Verdi, Bellini, Wagner, Liszt, Chopin, Grieg, Tchaikovsky og Rachmaninoff sem hann hefur flutt m.a. í Wigmore Hall í Lundúnum, einleikssal Carnegie Hall í New York, The Corcoran Museum of Art í Washington, Royal Concertgebouw í Amsterdam, St.John’s Smith Square í London, Borromini salnum í Róm, Torti leikhúsinu í Bevagna, Palazzo Trabia á Sikiley, Beethoven Haus í Bonn, Wagnersalnum í Riga, The John F.Kennedy Center for the Performing Arts í Washington og Scandinavia House í New York.

Hann hefur gert sér far um að kynna íslensk sönglög erlendis og hefur hlotið einróma lof fyrir túlkun sína á söngvum Jóns Leifs, Páls Ísólfssonar, Atla Heimis Sveinssonar og Þorkels Sigurbjörnssonar og fleiri tónskálda. Verk þeirra hefur hann m.a. flutt á tónlistarhátíðum í Bonn, Nordrhein-Westfalen, Kaupmannahöfn, Buenos Aires, Sikiley, Róm og Bayreuth.

Árið 2009 kom út geisladiskurinn „Líf og ljóð“ með undirleik Hjálms Sighvatssonar. 1999 kom út geislaplatan „Forleikir og óperuaríur“ eftir Mozart með Sigurði og Baltnesku Fílharmóníunni, en hún var tilnefnd til „Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2000“. Áður hafði komið út „Songs of the Master Pianists“ (1997) á vegum Arsis Classics-útgáfufyrirtækisins í Hollandi með undirleik Vovka Ashkenazy, „Söngvar ljóss og myrkurs“ með undirleik Hjálms Sighvatssonar (1993) og hljómplata með ítölskum, þýskum og íslenskum sönglögum við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur (1988).

Sigurður hefur sungið hlutverk í ýmsum óperum, m. a. Sacristan í Tosca (Þjóðleikhúsinu), Marcello í La Boheme (Borgarleikhúsinu), Aeneas í Dido og Aeneas með Íslensku hljómsveitinni. Kalman prins í Tunglskinseyjunni eftir Atla Heimi Sveinsson (Köln og Bonn) Töfraflautunni og Sótaranum í Íslensku Óperunni og í öðrum verkum m.a. Messíasi, Bach-kantötum, Vespro della Beata Vergine eftir Monteverdi og Carmina Burana eftir Orff undir stjórn Willy Gohl auk þess sem hann hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Baltnesku Fílharmóníunni og Saraband undir stjórn Dr. Vladimir Ivanoff.

Af vef Íslensku óperunnar (29. september 2014).


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.09.2014