Pétur Jónsson 01.03.1778-08.01.1865

Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1803 með góðum vitnisburði. Var tvö ár við kennslu en vígðist aðstoðarprestur föður síns að Borg 20. nóvember 1808 og hélt til 1823. Varð aðstoðarprestur á Staðarbakka 1824 og fékk Kálfatjörn 31. júlí 1826 og sagði loks af sér prestskap 14. apríl 1851.Merkur maður og valinkunnur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 160.

Staðir

Borgarkirkja Aukaprestur 20.11.1808-1823
Staðarbakkakirkja Aukaprestur 1824-1826
Kálfatjarnarkirkja Prestur 31.07.1826-1851

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.06.2014