Alexíus Pálsson -1568

<p>Prestur. Var orðinn prestur á Þingvöllum 1513 og tók þá við ábótastöðu í Viðey um 1531-33 og var þar þangað til að klaustrið var tekið 1539 eða 41. Fluttist þá að Klausturhólum. Tók aftur Viðeyjarklaustur að boði Jóns Arasonar, biskups, en sneri aftur til Klausturhóla þar sem hann var til æviloka 1568. Hann var síðasti ábóti í VIðey. Hans er ekki getið sem prests á Klausturhólum. Talinn hinn mesti kraftamaður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 4. </p>

Staðir

Þingvallakirkja Prestur 1513-1531-33

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.05.2014