Guðmundur R. Einarsson 26.11.1925-16.09.2014

<p>Guðmundur var sonur hjónanna Ingveldar J. R. Björnsdóttur, húsfreyju og kjólameistara, og Einars Jórmanns Jónssonar, hárskera og tónlistarmanns. Systkinin voru þrjú talsins; Björn, Elín Hulda og Guðmundur.</p> <p>Guðmundur kvæntist Höllu Kristinsdóttur árið 1949. Sama ár fæddist frumburðurinn, Matt- hildur, en síðar bættist í hópinn Elín Birna, 1952, og Trausti Þór, 1953. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin þrjú.</p> <p>Fyrstu sögur af tónlistarferli Guðmundar má rekja til dansleikja hjá Sunddeild Ármanns, þar sem Guðmundur lék á trommur. Það má segja að það hafi verið upphafið að nútímatrommuleik á Íslandi. Guðmundur er hvað þekktastur fyrir trommuleik sinn í ótal hljómsveitum hér á landi. Hann var fjölhæfur tónlistarmaður, var talinn prýðilegur básúnuleikari en hann lék á það hljóðfæri með Sinfóníuhljómsveit Íslands í hátt á þriðja áratug. Auk þess spilaði Guðmundur á klarinett, flautu og píanó.</p> <p>Hin seinni ár spil- aði hann djass út um allan heim með Tríói Ólafs Stephensen þar sem var auk Ólafs og Guðmundar Tómas R. Einarsson. Þá hlaut Guðmundur margar viðurkenningar á sviði íþrótta og tónlistar.</p> <p>Guðmundi var margt til lista lagt, meðal annars lagði hann stund á listmálun og ljósmyndun, þar sem hann tók myndirnar og framkallaði þær sjálfur og lék sér með útkomuna. Hann kenndi um tíma börnum í Ölduselsskóla í Reykjavík ljósmyndun og tónlist. Guðmundur var fjölhæfur í íþróttum, stundaði sund, hjólreiðar, skíði, skauta, golf og hestamennsku.</p> <p align="right">Úr andlátsfregni í Morgunblaðinu 20. september 2014, bls. 8.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kontrabassaleikari
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Trommuleikari 1945-11 1945-11
Sextett Ólafs Gauk Trommuleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Básúnuleikari og trommuleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.03.2016