Oddur V. Gíslason 08.04.1836-10.01.1911

<p>Prestur. Stúdent 1858 frá Reykjavíkurskóla. Hafnaði boði um að fá prestsembætti í Grímsey og fór þess í stað til Englands og nam lýsisbræðslu. Fékk Lund 3. september 1875, Stað í Grindavík 10. ágúst 1878 en fluttist til Vesturheims 1894 og þjónaði þar um tíma og lést þar vestra. Hann stundaði og lækningar þar vestra og var mikill sjómaður og áhugamaður um sjómennsku. Allmikið liggur eftir hann af ritsmíðum.</p>

Staðir

Lundarkirkja Prestur 03.09. 1875-1878
Staðarkirkja í Grindavík Prestur 10.08. 1878-09.05. 1894

Prestur og sýslunefndarmaður

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 2.05.2019