Einar Kolbeinsson -

Prestur fædur um 1580 og sagður látinn um 1660. Var erlendis í nokkur ár við nám, sérstaklega í Bremen. Varð prestur í Kolbeinsstaða- og Rauðamelssóknum laust fyrir 1610. Hann var skáldmæltur, söngmaður mikill og "óheimskur í mörgu" en einþykkur í lund og ruddalegur í háttum. Kom sér illa við sóknarbörn sín sem kærðu hann og var honum vikið 1629.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 371.

Staðir

Kolbeinsstaðakirkja Prestur 1609-1629
Ytri-Rauðamelskirkja Prestur 1609-1629

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.10.2014