Haukur Hafsteinn Gíslason 20.03.1932-20.04.2010

Haukur ólst upp á Flateyri til 6 ára aldurs en síðan í Reykjavík og Vestmannaeyjum.

Hann stundaði nám í Iðnskóla Vestmannaeyja, hóf rakaranám hjá Þórði rakara í Vestmannaeyjum og lauk sveinsprófi í rakaraiðn í Reykjavík árið 1957. Haukur stundaði hljóðfæranám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan við tónmenntakennaradeild sama skóla og lauk þaðan prófi árið 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá FSA á Akranesi 1987.

Haukur rak rakarastofu í Borgarnesi frá 1961-2004, en kenndi jafnframt tónmennt við Barna- og miðskóla Borgarness 1961-1966.

Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum, Reykjavík og Borgarnesi, auk þess sem hann spilaði á kontrabassa með Freyjukórnum í Borgarnesi á árunum 1999-2008.

Úr Minningargreinum Hauk Hafstein og Hönnu Þóru Samúelsdóttur konu hans í Morgunblaðinu 29. apríl 2010.

Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, 2. bindi bls. 385.

Staðir

Barnaskóli Borgarness Söngkennari 1961-1966

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkennari og tónlistarmaður

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014