Guðlaugur Auðunn Falk (Gulli Falk) 07.11.1959-29.06.2017

<p>Guðlaugur fæddist í Bandaríkjunum en fluttist stuttu eftir fæðingu til Ítalíu og bjó þar í þrjú ár. Eftir að foreldrar hans slitu samvistir ólst hann upp hjá móður sinni í Reykjavík. Á sextánda aldursári fluttist hann ásamt móður sinni og systkinum til Jacksonville í Flórídaríki og bjó þar í rúman áratug.</p> <p>Í Flórída hófst tónlistarferillinn. Fyrsta hljómsveitin, Oscar Wild, var stofnuð 1976 en í kjölfarið stofnaði Gulli hljómsveitina Black Market, sem lék eingöngu frumsamið efni í formi djass- og fönkbræðings. Hann stundaði brimbretti af miklum móð og vann fyrir sér, eins og sönnumbrimbrettakappa sæmir, með því að skelfletta ostrur. Síðar meir sá hann um viðhald á Sawgrass-golfvellinum, en sú vinna átti vel við hann því hann kunni alltaf best við sig úti í sólinni.</p> <p>Eftir að Guðlaugur fluttist aftur heim til Íslands vann hann á dekkjaverkstæði á daginn en í fiskvinnslu á kvöldin og fram á nótt. Síðustu árin starfaði hann í byggingarvinnu við járnabindingar og gat sér gott orð fyrir útsjónarsemi og dugnað.</p> <p>Tónlist var hans ástríða og hann gaf sér alltaf tíma til að æfa sig á gítarinn því hann var alla tíð mjög ötull tónlistarmaður og starfaði með fjöldamörgum hljómsveitum hér heima. Má þar nefna Þrumuvagninn (Chariot of Thunder), Fist, Gildruna, Stálfélagið, Fjandakornið, Dark Harvest, Audio Nation og hina goðsagnakenndu Exizt. Með síðastnefndu hljómsveitinni hljóðritaði hann samnefnt lag sem var alla tíð síðan flaggskipið hans þegar kom að tónleikahaldi enda sýndi hann þar leiftrandi snilld sína á gítarinn. Í kringum aldamótin komu út tvær sólóplötur, Going to Paris árið 1998 og Falk árið 2000. Guðlaugur vann að tónlist til seinasta dags og fyrirhuguð er útgáfa á þriðju sólóplötunni, Kaffi Olé, á næstunni....</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 26. júlí 2017, bls. 22</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Þrumuvagninn Gítarleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.05.2019