Þorsteinn Jónsson 1737-10.08.1800

<p>Prestur. Stúdent 1758. Borinn þeim sökum að hafa eignast barn árið 1760, sem ekki þótti við hæfi, en sór fyrir. Eiðurinn þótti grunsamlegur og fékk hann uppreisn og konuna með 1763. með því skilyrði að hann mætti ekki verða prestur í Skaftafellsþingi. Fékk Mjóafjörð 20. maí 1766, fékk Dvergastein 1769 en hafði gegnt þar preststörfum frá 1768. Vegna kærusagði hann Mjóafirði lausum 27. júlí 1779. Sagði af sér prestskap að Dvergasteini 18. júlí 1795, vegna fátktar. Flutti að Firði í Mjoafirði og andaðist þar. Var maður blendinn, hirðuítill og drykkfelldur en vel gefinn og skáldmæltur. Orti bæði andlegar og veraldlegar vísur, kersknisvísur og gamankvæði.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 215 </p>

Staðir

Brekkukirkja Mjóafirði Prestur 20.05.1766-1780
Dvergasteinskirkja Prestur 1768-1795

Erindi


Prestur og rímnaskáld

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.05.2018