Ásgrímur Pálsson 23.09.1766-05.05.1805

<p>Stúdent frá Reykjavíkurskóla eldra 1789. Vígður aðstoðarprestur að Helgafelli hjá sr. Sæmundi Magnússyni Hólm, 2. júní 1791. Fékk Kaldaðarnesprestakall 22. janúar 1795 og Stóra-Dal 28. september 1797 og fór þangað vorið eftir. Drukknaði í Þverá. Talinn undarlegur í skapi, þunglyndur og utan við sig, hneigðist til drykkju.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ I bindi, bls. 97-8.</p>

Staðir

Helgafellskirkja Aukaprestur 02.06.1791-1794
Kaldaðarneskirkja Prestur 22.01.1795-1797
Stóra-Dalskirkja Prestur 28.09.1797-1805

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 25.03.2015